Enski boltinn

Messan: Verður áfram þolinmæði fyrir varnarbolta Mourinho?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn United voru oft pirraðir á Mourinho í vetur.
Stuðningsmenn United voru oft pirraðir á Mourinho í vetur. vísir/getty

Nýliðið tímabil var rússibanareið fyrir stuðningsmenn Man. Utd. Annað sætið var niðurstaðan en ansi oft voru stuðningsmennirnir pirraðir á leikstíl liðsins.

„Þarf ekki Mourinho að skoða aðeins að hann er með hörkuleikmenn nú þegar en er samt að gefa völlinn eftir í eiginlega öllum stórum leikjum. Hann spilar vörn. Hin stóru liðin spila sóknarbolta sem er skemmtilegra. Þó Sanchez kæmi inn þá breyttist þetta lítið,“ sagði Ríkharður Daðason um United en Hjörvar benti á að lið Mourinho hefði unnið stóru liðin eftir áramót.

„Eftir að Sanchez kom þá vann United gegn Liverpool, City, Spurs, Arsenal og Chelsea.“

Ríkharður segir að vissulega sé United að ná í stigin en hann er ekki hrifinn af því hvernig Mourinho er að sækja stigin. Hann spyr sig hvort það verði þolinmæði fyrir sama fótbolta næsta vetur?

Umræðan um Man. Utd er hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.