Körfubolti

Hörður Axel endursamdi við Keflavík │Bryndís byrjuð að æfa að nýju

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson.
Hörður Axel Vilhjálmsson. Vísir/Bára

Hörður Axel Vilhjálmsson hefur endurnýjað samning sinn við Keflavík í Domino's deild karla. Keflvíkingar gáfu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem fram kom að deildin hafi endurnýjað samninga við fjölmarga leikmenn bæði karla og kvennaliðsins.

Hörður Axel snéri aftur í lið Keflavíkur um mitt tímabil Domino's deildarinnar síðasta vetur eftir að hafa spilað fyrir lið Astana í Kasakstan.

Eftir að Keflavík datt út í 8-liða úrslitum í vor samdi Hörður við Kymis í Grikklandi um að spila með liðinu út yfirstandandi leiktíð.

Allir leikmenn kvennaliðs Keflavíkur endurnýjuðu samninga sína fyrir utan Thelmu Dís Ásgeirsdóttur. Auk þess snúa María Ben Jónsdóttir og Telma Lind Ásgeirsdóttir aftur til Keflavíkur og Bryndís Guðmundsdóttir hefur hafið æfingar með liðinu á fullu eftir barnsburð.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.