Erlent

Herflugvélar skullu saman undan ströndum Japan

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá flugvél af gerðinni KC-130 og tvær F/A-18D Hornet orrustuþotur.
Hér má sjá flugvél af gerðinni KC-130 og tvær F/A-18D Hornet orrustuþotur. AP/Landgöngulið Bandaríkjanna

Fimm bandarískra landgönguliða er saknað eftir að tvær herflugvélar skullu saman í Kyrrahafinu undan ströndum Japan í nótt. Tveir menn hafa fundist Embættismenn í Japan segja flugvélarnar hafa lent í sjónum í um 100 kílómetra fjarlægð frá Japan. Önnur flugvélin var orrustuþota af gerðinni F/A-18 Hornet með tvo menn um borð og KC-130 flutningavél með fimm menn um borð.

Ekki er vitað hvað olli því að flugvélarnar, sem tilheyra landgönguliði Bandaríkjanna, skullu saman, samkvæmt AP fréttaveitunni, og er atvikið til rannsóknar. Þó er talið að áhafnir flugvélanna hafi verið að æfa eldsneytistöku á flugi.

Annar maðurinn sem fannst var úr orrustuþotunni og segja Japanir að hann sé í stöðugu ástandi. Engar upplýsingar eru á kreiki um hinn manninn.

Leitaraðilar notast nú við níu flugvélar og þrjú skip við leit að áhöfnum flugvélanna.

Nokkuð hefur verið um slys meðal bandarískra hermanna við Japan og nærliggjandi svæðum að undanförnu. Í síðasta mánuði brotlenti F/A-18 Hornet í sjónum við flugmóðurskipið USS Ronald Reagan skömmu eftir flugtak. Þá brotlenti MH-60 Seahawk þyrla við Filippseyjar í október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.