Viðskipti erlent

Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Meng Wanzhou var stöðvuð þegar hún millilenti í Kanada í upphafi mánaðarins.
Meng Wanzhou var stöðvuð þegar hún millilenti í Kanada í upphafi mánaðarins. Vísir/Epa

Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. Meng Wanzhou, sem jafnframt er dóttir stofnanda fyrirtækisins, bíður þess nú að vera framseld til Bandaríkjanna en lítið er nánar vitað um handtökuna.

Þó hefur verið gefið út að hún var framkvæmd þann 1. desember síðastliðinn í kanadísku borginni Vancouver. Talið er að hún kunni að tengjast hugsanlegum brotum Huawei gegn viðskiptabanninu sem bandarísk stjórnvöld lögðu á íranska ríkið fyrr á þessu ári.

Kínverska sendiráðið í Kanada hefur mótmælt handtökunni og krefst þess að fjármálastjórinn verði látinn laus, tafarlaust. Talsmaður Huawei segir að fyrirtækið hafi fengið fáar upplýsingar um handtökuna eða sakargiftirnar, auk þess sem Huawei væri ekki kunnugt um að Meng hafi gert nokkuð af sér.

Talið er að handtakan kunni að torvelda samningaviðræður kínverskra og bandarískra stjórnvalda. Þau reyna nú að ná lendingu í erfiðu viðskiptastríði sín á milli sem kostað hefur ríkin milljarða bandaríkjadala á síðustu mánuðum.

Eftir fund Bandaríkja- og Kínaforseta á G20-ráðstefnunni á dögunum féllust ríkin á 90 daga „vopnahlé“ sem nýtt yrði til samningaviðræðna um framtíð viðskiptasambands þeirra. Miklar vonir eru bundnar við viðræðurnar en ekki verður séð að handtakan muni auðvelda þær á nokkurn hátt.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.