Enski boltinn

Sanchez: Það getur hvað sem er gerst

Dagur Lárusson skrifar
Alexis Sanchez er vongóður.
Alexis Sanchez er vongóður. vísir/getty

Alexis Sanchez, leikmaður United, segist vera vongóður um að geta uppfyllt draum sinn um að vinna Meistaradeildina með Manchester United á þessu tímabili ef liðið kemst áfram gegn PSG.
 
Alexis kom til United fyrir rúmu ári frá Arsenal en hann telur að United eigi góðan möguleika á að vinna Meistaradeildina ef liðið nær að slá út PSG.
 
„Að vinna Meistaradeildina er draumur fyrir alla knattspyrnumenn.“
 
„Ég átti þann draum í Barcelona og ég sá hvernig það var fyrir leikmenn Barcelona. Ég vona svo að ég muni vinna þessa keppni einn daginn, hví ekki hér?“
 
„Við komumst í gegnum riðlakeppnina og nú er PSG næst. Þetta verður alvöru prófraun en í 180 mínútur getur hvað sem er gerst.“
 
„United er félag með svo mikla sögu þetta félag hefur alltaf getað unnið hvaða andstæðing sem er. Ef við skorum á þriðjudaginn og höldum hreinu þá erum við líklegra liðið fyrir seinni leikinn. Ég held að við munum geta það og ég held að við munum einnig fá mikið af færum í París til þess að skora.“
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.