Innlent

Sjónum beint að Laugardal fyrir starfsemi Fossvogsskóla

Sylvía Hall skrifar
Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi.
Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. vísir/vilhelm

Eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi er enn leitað að húsnæði undir starfsemi Fossvogsskóla út skólaárið. Fundað var með foreldrum barna skólans í gær en ljóst er að engin kennsla fer fram út þetta skólaár í Fossvogsskóla vegna myglu.

Sjá einnig: Frekari ó­vissa eftir að raka­skemmdir fundust í Fann­borg 2

Í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir sendi á foreldra skólans í dag segir að enn séu möguleikar opnir varðandi skólastarfið og það mál sé í farvegi. Stjórnendur skólans hafa skoðað marga möguleika í dag ásamt fulltrúum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og í því sambandi hefur sjónum verið beint að Laugardalnum og nágrenni hans.

Þá segir Aðalbjörg að í ljósi þess hve knappur tími er til stefnu til þess að koma skólastarfinu aftur í gang þurfi að boða til annars skipulagsdags næstkomandi mánudag. Hún segir að við leit að húsnæði sé lögð áhersla á að halda nemendahópnum saman en um 350 nemendur eru í Fossvogsskóla.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.