Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir atburði dagsins á stjórnmálasviðinu. Heyrum í nýskipuðum dómsmálaráðherra og fráfarandi ráðherra sem segir Mannréttindadómstólinn ekki hafinn yfir gagnrýni. Þá segir fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að ráðherraskipanin sem gengið var frá í dag sé til bráðabirgða sem forystufólk Pírata og Samfylkingar gagnrýna.

Við greinum frá nýjustu tíðindum varðandi kyrrsetningu Boeing Max flugvélanna en frönsk flugmálayfirvöld hafa tekið að sér að rannsaka flugslysið í Eþíópíu. Við heyrum í landeigendum sem saka stjórnvöld um að efna til átaka við sig og segjum frá leyniformúlu tveggja kvenna á Hvammstanga sem aukið hefur verðmæti á íslenskum  fiskafurðum til útflutnings.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö og í beinni á Vísi klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.