Lífið

Hera Hilmars lofar kvenpersónur íslenskra kvikmynda í Vogue

Sylvía Hall skrifar
Hera Hilmarsdóttir er svo sannarlega á uppleið.
Hera Hilmarsdóttir er svo sannarlega á uppleið. Vísir/Getty

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir er ein af fjórtán hæfileikaríkum konum frá fjórtán löndum sem eru til umfjöllunar í nýjasta tölublaði ameríska Vogue. Ásamt Heru eru stjörnur á borð við Scarlett Johanson, Léa Seydoux og Vanessa Kirby með í umfjölluninni.

Hera hefur vakið mikla athygli fyrir hlutverk sitt í bíómyndinni Mortal Engines sem kom út undir lok síðasta árs en í viðtali við blaðið segir Hera Al Pacino vera sína helstu fyrirmynd í leiklistinni.


 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Hera Hilmar (@herahilmar) on


Þá er hún titluð sem ein af níu frægustu leikkonum heimsins í myndbandi sem Vogue birtir á YouTube-rás sinni í tilefni viðtalsins þar sem má sjá leikkonurnar bregða á leik þar sem þær svara spurningum um kvikmyndaheiminn.

Aðspurð hvað einkenni bíómyndir frá Íslandi segir Hera mikla eymd vera rauða þráðinn í íslenskum bíómyndum sem og einhverskonar tilvistarkreppa sem á sér stað í fallegu umhverfi íslenskrar náttúru. Þá tekur hún sérstaklega fram að kvenpersónur íslenskra kvikmynda séu almennt frábærar.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.