Viðskipti innlent

Rekstrartekjur Orkuveitunnar jukust en hagnaður dróst saman

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Höfuðstöðvar Orkuveitunnar.
Höfuðstöðvar Orkuveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur dróst saman um tíu milljarða króna á milli áranna 2017 og 2018, úr 16 milljörðum króna árið 2017 í sex milljarða í fyrra. Í fréttatilkynningu Orkuveitunnar segi að ástæðan fyrir minni hagnaði sé lækkun á álverði.

Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust um 5,2% frá árinu 2017 og rekstrarkostnaður jókst um 0,1%. Rekstrarhagnaður óx um rúman einn milljarð króna á milli áranna 2017 og 2018.

Samþykkt hefur verið af stjórn Orkuveitunnar að greiða 1,5 milljarð króna í arð til eigenda fyrirtækisins. Reykjavíkurborg fær 1,4 milljarða króna af arðgreiðslunni sem stærsti hluthafi Orkuveitunnar með tæplega 94 prósenta hlut.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir viðskiptavini njóta ábatans af rekstrinum og verð á ýmissi þjónustu hafi lækkað ítrekað eða staðið í stað undanfarið.

„Enn á ný sjáum við traust tök á rekstri Orkuveitusamstæðunnar skila fyrirtækjunum góðri afkomu. Sú menning sem hér hefur skapast – að velta fyrir sér hverri krónu áður en henni er ráðstafað – er á meðal þeirra verðmæta sem Orkuveita Reykjavíkur býr að. Ytri skilyrði breytast án þess að við fáum um þau ráðið. Markviss vinna að áhættuvörnum leyfir okkur þó að leggja þennan ársreikning fyrir eigendur fyrirtækisins með nokkru stolti,“ er haft eftir Bjarna í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,7
16
76.121
ORIGO
1,66
3
12.830
MARL
0,59
26
735.968
ICEAIR
0,42
18
37.074
SIMINN
0,13
10
81.149

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,79
5
29.383
GRND
-0,65
2
15.400
SKEL
-0,36
2
469
EIM
-0,27
4
19.836
SIMINN
-0,26
5
20.635
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.