Arsenal snéri við taflinu gegn Rennes og er komið áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang fagnaði með skemmtilegri grímu í kvöld.
Aubameyang fagnaði með skemmtilegri grímu í kvöld. vísir/getty

Arsenal var 3-1 undir eftir fyrri leikinn gegn Rennes í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en þeir snéru við taflinu á Emirates í kvöld. Lundúnarliðið vann 3-0 sigur í síðari leiknum og er komið áfram.

Það voru ekki liðnar rétt rúmlega fjórar mínútur er fyrsta markið kom. Ainsley Maitland-Niles átti góða sendingu á Aaron Ramsey sem renndi boltanum fyrir markið þar sem Pierre-Emerick Aubameyang kom boltanum yfir línuna.

Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Arsenal forystuna. Nú var það Ainsley Maitland-Niles sem skoraði eftir sendingu Aubameyang en endursýning leiddi í ljós að Aubameyang var rangstæður. Ekkert VAR í Evrópudeildinni og leik haldið áfram.
Staðan var 2-0 í hálfleik og Arsenal á leið áfram á útivallarmörkum. Þeir voru þó ekki hætætir því Aubameyang bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Arsenal á 72. mínútu. Lokatölur 3-0 sigur Arsenal og samanlagt 4-3.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.