Lífið

Nikolaj Coster-Waldau spókar sig um í Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jaime Lannister á landinu.
Jaime Lannister á landinu.

Ein aðalstjarnan í þáttunum vinsælu Game of Thrones Nikolaj Coster-Waldau er hér á landi með fjölskyldu sinni.

Hann greinir frá þessu á Instagram og birtir myndband frá Skólavörðustígnum og á ferðalagi sínu úti á landi. Þetta birtist í hans sögu á Instagram.

Daninn fer með hlutverk Jaime Lannister í þáttunum og er hann einn af launahæstu leikurum heims en hann fær 1 milljón dollara fyrir hvern þátt í laun.

Samkvæmt heimildum Vísis var hann á le Kock í miðbæ Reykjavíkur í kvöld.

Coster-Waldau hefur komið til Íslands áður en þó aldrei við tökur fyrir Game of Thrones. Leikarar úr Game of Thrones virðast reglulegir gestir hér á landi og til marks um það var norski leikarinn Kristofer Hivju hér á landi í síðasta mánuði, samkvæmt Fréttablaðinu.

Sophie Turner, Maisie Williams, Kit Haringont, Emilia Clarke og margir aðrir hafa einnig komið til Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.