Fótbolti

Svona er símtalið er þú ert valinn í danska landsliðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hareide er stjórinn í Danmörku.
Hareide er stjórinn í Danmörku. vísir/getty

Twitter-síða danska landsliðsins í knattspyrnu karla birti skemmtilegt myndband á síðu sinni í gærkvöldi er það sýndi er Åge Hareidi valdi einn leikmann í landsliðshópinn.

Myndbandið sýnir er Norðmaðurinn Åge, sem hefur verið þjálfari danska landsliðsins frá mars 2016, hringdi í Robert Skov, leikmann FCK, og valdi hann í landsliðshópinn.

Pione Sisto, leikmaður Celta Vigo, og Jannik Vestergaard, leikmaður Southampton, gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla og var því vængmaður toppliðsins kallaður inn í landsliðið.
Danmörk spilar vináttulandsleik gegn Kósóvó 21. mars og fimm dögum síðar spilar liðið fyrsta leikinn sinn í undankeppni EM er liðið spilar við Sviss í Basel.

Skov hefur farið á kostum í dönsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíðinni. Hann hefur skorað 22 mörk á leiktíðinni en hann spilar vanalega sem vængmaður. Stórlið víðsvegar um Evrópu hafa fylgst með honum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.