Viðskipti innlent

Vintris gjaldþrota

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vintris var til húsa fyrir ofan Café Meskí í Fákafeni. Stofunni hefur nú verið lokað.
Vintris var til húsa fyrir ofan Café Meskí í Fákafeni. Stofunni hefur nú verið lokað.

Félagið Vintris ehf., sem hélt utan um rekstur samnefndrar húðflúr- og snyrtistofu í Fákafeni 9, er gjaldþrota. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í lok október í fyrra og lauk skiptunum um miðjan janúar.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að kröfur í bú Vintris hafi alls numið rúmlega 8 milljónum króna. Gjaldþrotaskiptunum lauk þó án þess að nokkuð hafi fengist upp í lýstar kröfur.

Fréttastofan reyndi að setja sig í samband við eiganda Vintris, mann að nafni Sergey Gaysin, en án árangurs. Henni lék t.a.m. forvitni á að vita hvort að nafngift félagsins, sem stofnað var í apríl árið 2017, hafi verið innblásið af afhjúpunum Panamaskjalanna, sem litu dagsins ljós í sama mánuði árið áður.


 
 
 
View this post on Instagram
Tattoo studio og snyrtistofa
A post shared by VinTris (@vintris_tattoo) on

Fréttastofan virðist ekki vera ein um það að hafa átt í erfiðleikum með að ná á umræddan Sergey. Þannig greindi fyrrverandi starfsmaður Vintris frá því í lok árs 2017 að Sergey hafi yfirgefið land án þess að greiða sér þær 220 þúsund krónur sem Sergey skuldaði honum í laun.

Við brottförina hafi hann ekki látið ná í sig, hvorki í síma né á samfélagsmiðlum og því hafi starfsmaðurinn ákveðið að leita til lögreglunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra búsins var það Tollstjóri sem fór fram á gjaldþrot Vintris. Að öðru leyti vildi skiptastjóri ekki tjá sig nánar um gjaldþrotið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,7
16
76.121
ORIGO
1,66
3
12.830
MARL
0,59
26
735.968
ICEAIR
0,42
18
37.074
SIMINN
0,13
10
81.149

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,79
5
29.383
GRND
-0,65
2
15.400
SKEL
-0,36
2
469
EIM
-0,27
4
19.836
SIMINN
-0,26
5
20.635
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.