Lífið

Pierce Brosnan þakkar fyrir hlýjar móttökur Húsvíkinga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Pierce Brosnan var reffilegur á Húsavík á föstudaginn.
Pierce Brosnan var reffilegur á Húsavík á föstudaginn. Vísir

Pierce Brosnan virðist hafa verið ánægður með dvölina á Húsavík ef marka má nýja færslu á Instagram-reikningi hans. Írski stórleikarinn dvaldi um helgina á Húsavík ásamt stórstjörnunum Will Ferrell og Rachel McAdams.

Líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga stóðu tökur á Eurovision-mynd Will Ferrell yfir á Húsavík um helgina. 200 manna tökulið setti bæinn á annan endann og var mikill spenningur á meðal bæjarbúa, enda ekki á hverjum degi sem Húsavík er sögusvið Hollywood-kvikmyndar.

Mikil leynd hvíldi yfir tökunum og var götum meðal annars lokað svo að tökulið gæti athafnað sig í friði. Brosnan hefur birt nokkrar myndir á Instagram á undanförnum dögum og virðist hann afar kátur með það að hafa verið við störf á Íslandi.

Í gærkvöldi birti hann stutt myndband tekið um borð í bát í höfninni á Húsavík, þar sem aðalbækistöðvar tökuliðsins voru staðsettar.

„Deginum lokið við tökur í fallegu Húsavík, Íslandi með Will Ferrell og Rachel McAdams. Stórkostlegt að fá að vera hluti af Eurovision-fjölskyldunni. Takk fyrir Húsavík fyrir hlýjar móttökur,“ skrifar Brosnan við myndbandið.

Brosnan ku leika fallegasta mann Íslands í myndinni en Ferrell og McAdams leika einnig Íslendinga í myndinni. Þá leikur fjöldi Íslendinga hlutverk í myndinni, bæði þekktir leikarar, sem og óþekktir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.