Lífið

Þrír fyrr­verandi sigur­vegarar taka þátt í Melodi­festiva­len

Atli Ísleifsson skrifar
Hjartaknúsarinn og Íslandsvinurinn Robin Bengtsson tekur þátt á ný.
Hjartaknúsarinn og Íslandsvinurinn Robin Bengtsson tekur þátt á ný. Getty

Sænska ríkissjónvarpið kynnti í morgun hverjir munu taka þátt í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision, á næsta ári. Í hópi þátttakenda eru þrír sem hafa áður keppt fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision.

Hjartaknúsarinn Robin Bengtsson, sem var fulltrúi Svía árið 2017 með lagið I Can‘t Go On, tekur þátt að nýju en hann mun syngja lagið Take a Chance. Bengtsson hafnaði í fimmta sæti Eurovision árið 2017 en þá fór keppnin fram í Úkraínu.

Annar fyrrverandi fulltrúi Svíþjóðar sem tekur þátt í Melodifestivalen á næsta ári er Anna Bergendahl. Hún söng lagið This Is My Life árið 2010, en hún komst þá ekki upp úr undanúrslitariðlinum sem þótti mikill skandall í Svíþjóð, enda fáar þjóðir sem leggja jafnmikið í keppnina og einmitt Svíar. Hún syngur nú lagið Kingdom Come.

Þá má einnig nefna söngkonuna Nanne Grönvall sem flytur lagið Carpool Karaoke. Hún er margreynd í sænsku söngvakeppninni og kom fram með sveitinni One More Time árið 1996 og laginu Den vilda. Íslendingar kannast vel við það lag þar sem Dansaðu vindur í flutningi Eivarar Pálsdóttur er íslensk útgáfa af laginu.

Alls taka 28 lög þátt í Melodifestivalen að þessu sinni. Verður keppt í fjórum undanúrslitariðlum, auk þess að nokkur lög, sem ekki komust beint í úrslit, fá annað tækifæri í sérstökum þætti. Úrslitakövldið fer svo fram 7. mars 2020.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.