Fótbolti

KSÍ leyfir fimm skiptingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir með Íslandsbikarinn á síðustu leiktíð.
Hallbera Guðný Gísladóttir með Íslandsbikarinn á síðustu leiktíð. vísir/daníel

KSÍ samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að leyfa allt að fimm skiptingar í efstu deildum karla og kvenna í fótboltanum hér heima þetta tímabilið.

FIFA veitti félögunum tímabundna heimild til þess að fjölga skiptingunum í deildum innan sambanda og nú hefur stjórn KSÍ samþykkt þessa heimild.

Stjórnin hefur veitt skrifstofu KSÍ og laga-og leikreglanefnd að undirbúa þær reglubreytingar sem þarf til þess að þetta verði mögulegt en einungis má hvert lið stöðva leikinn í þrígang.

Fimm skiptingarnar voru í fyrsta sinn notaðar í Þýskalandi um helgina en áhorfendur geta því reiknað með að sjá fimm skiptingar í efstu deildum Íslandsmótsins í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.