Íslenski boltinn

Grótta fær Ástbjörn aftur á láni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ástbjörn lék sjö leiki með KR, fjóra í deild og þrjá í bikar, áður en hann var lánaður til Grótta síðasta sumar.
Ástbjörn lék sjö leiki með KR, fjóra í deild og þrjá í bikar, áður en hann var lánaður til Grótta síðasta sumar. vísir/bára

Nýliðar Gróttu í Pepsi Max-deild karla hafa fengið Ástbjörn Þórðarson á láni frá KR út tímabilið.

Ástbjörn lék með Gróttu seinni hluta síðasta tímabils og hjálpaði liðinu að vinna Inkasso-deildina.

Fyrri hluta síðasta tímabils lék Ástbjörn með KR sem varð Íslandsmeistari. Hann lék því bæði með sigurliðunum í Pepsi Max- og Inkasso-deildinni í fyrra.

Ástbjörn, sem er tvítugur, hefur einnig leikið sem lánsmaður með ÍA og Víkingi Ó. Hann hefur leikið tíu leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Auk Ástbjörns hefur Grótta fengið Karl Friðleif Gunnarsson á láni frá Breiðabliki. Þessi lið mætast á Kópavogsvelli í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar sunnudaginn 14. júní.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.