Viðskipti erlent

Stærsta flug­fé­lag Suður-Ameríku sækir um gjald­þrota­vernd

Atli Ísleifsson skrifar
LATAM flýgur til 145 áfangastaða í 26 löndum, en fyrir faraldur voru flugferðir félagsins að jafnaði um 1.400 á dag.
LATAM flýgur til 145 áfangastaða í 26 löndum, en fyrir faraldur voru flugferðir félagsins að jafnaði um 1.400 á dag. Getty

LATAM, stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum, en líkt og með önnur flugfélög hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar leikið flugfélagið grátt.

Roberto Alvo, forstjóri félagsins, greindi frá ákvörðuninni að sækja um gjaldþrotavernd í morgun.

LATAM er með höfuðstöðvar sínar í Chile og dótturfélög í Argentínu, Brasilíu, Kólumbíu, Ekvador, Paragvæ og Perú. Starfsmenn félagsins eru um 40 þúsund talsins.

Einnig hefur verið sótt um gjaldþrotavernd fyrir dótturfélög LATAM í Perú, Ekvador og Kólumbíu. Flugfélagið gerir ráð fyrir að enn sem komið er verði áfram flogið með vélum flugfélagsins á meðan verið er að endurskipuleggja reksturinn. 

LATAM flýgur til 145 áfangastaða í 26 löndum, en fyrir faraldur voru flugferðir félagsins að jafnaði um 1.400 á dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
1,69
11
246.884
ICESEA
1,02
2
276
MAREL
1
3
656
EIM
0,71
3
3.331
ICEAIR
0,57
17
2.247

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,81
3
2.424
TM
-0,75
2
1.743
ARION
-0,45
12
178.970
EIK
-0,28
1
760
SJOVA
-0,25
2
3.253
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.