Heimsmarkmiðin

Framlag íslenskra stjórnvalda tilkynnt á áheitaráðstefnu vegna átakanna í Sýrlandi

Heimsljós
Frá Binish í Idlib-héraði í Sýrlandi. Sextán fjölskyldur á vergangi búa nú í rústum skólahúsnæðis í Binish.
Frá Binish í Idlib-héraði í Sýrlandi. Sextán fjölskyldur á vergangi búa nú í rústum skólahúsnæðis í Binish. OCHA

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tilkynnti um rúmlega 277 milljón króna framlag íslenskra stjórnvalda vegna átakanna í Sýrlandi á áheitaráðstefnu þann 30. júní.

"Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í hátt í áratug og leitt af sér miklar hörmungar. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar við að lina þjáningar fórnarlamba átakanna og við munum áfram leggja okkar af mörkum. Við höfum lagt áherslu á að friðsamlegar lausnir og öryggi sýrlensks almennings enda er mikilvægt að tryggja að flóttafólki gefist kostur á að snúa til fyrri heimkynna með sem öruggustum hætti," sagði Guðlaugur Þór.

Með áheitunum sem tilkynnt voru í dag skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til að leggja fram að lágmarki 277 miljónir króna á næstu þremur árum til nokkurra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa í Sýrlandi og með sýrlenskum flóttamönnum í nágrannaríkjum Sýrlands, þ.e. UNFPA, UN Women, WFP og svæðasjóðs OCHA í Líbanon og Sýrlandi.

Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.