Lífið

Innlit í fullbúna geimnýlendu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Biosphere 2 í Arizona. 
Biosphere 2 í Arizona. 

Ef mannveran ætlar sér að búa úti í geim þarf allt að vera til staðar. Menn eins og Elon Musk, forstjóri SpaceX, hafa nú þegar gert áætlanir um að fólk geti í framtíðinni einfaldlega flutt til Mars og búið þar.

Aftur á móti hafa slíkar áætlanir verið í undirbúningi frá árinu 1987 og var á sínum tíma komið fyrir risavaxinni geimnýlendu í Oracle í Arizona. Það tók fjögur ár að reisa byggingarnar og voru þær tilbúnar árið 1991. Síðan þá hefur aðstaðan verið endurbyggð og er í dag í eigu háskólans í Arizona og hefur verið síðan 2011.

Drengirnir sem halda úti YouTube-síðunni Yes Theory fengu að heimsækja stöðina á dögunum og birtu myndband frá heimsókninni á rás sinni í gær. Nýlendan heitir Biosphere 2.

Húsin er vel einangruð og hönnuð svo að hægt sé að hafa súrefni innandyra í geimnum. Þar er regnskógur, sjór og margt fleira sem aðeins er að hægt finna á jörðinni en ekki úti í geim. Það hefur kostað um tvö hundruð milljónir dollara að reisa nýlenduna en hér að neðan má sjá aðstöðuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.