Tónlist

Föstudagsplaylisti Önnulísu

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Annalísa rafhjúpar lagalistann jafnt sem eigin lög.
Annalísa rafhjúpar lagalistann jafnt sem eigin lög. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir

Annalísa Hermannsdóttir setti saman föstudagslagalista Vísis að þessu sinni.

Hún gerir draumkennt rafpopp og gefur það út undir eiginnafni sínu. Fyrr í vikunni kom út stuttskífan 00:01, en hún er það fyrsta sem Annalísa sendir frá sér.

Eins og gefur að skilja vegna tíðinda vikunnar er lítið um tónleikahald á döfinni hjá henni eins og fleirum, að undanskildum litlum lokuðum sveitatónleikum um helgina.

„Þessi playlisti er bara stuð og stemmning, ég ætla að hlusta á hann á meðan ég keyri upp í bústað á eftir - held að hann sé mjög góður undir stýri,“ sagði Annalísa aðspurð um lagavalið og lagði jafnframt áherslu á að best væri að hlusta á hann í réttri röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.