Fótbolti

Zlatan er sammála Zlatan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic er leikmaður AC Milan.
Zlatan Ibrahimovic er leikmaður AC Milan. VÍSIR/GETTY

Zlatan Ibrahimović, leikmaður AC Milan, heldur áfram að skjóta á þá spekinga sem telja hann nálgast endurlokin á sínum ferli.

Zlatan birti í gær á Twitter-síðu sinni þar sem var mynd af honum og hann búinn að breyta sér í gamlan mann.

Textinn var svohljóðandi: „Ég gæti spilað á þessu stigi þangað til ég verð fimmtugur,“ er haft eftir Svíanum en hann er verður 39 ára í október.

Hann endurbirti þessa mynd svo á Twitter-síðu sinni í gær og skrifaði þar undir að hann væri sammála Zlatan. Ótrúlegur karakter.

Samningur Zlatan við AC Milan er á enda í lok ágúst en reiknað er með að hann skrifi undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.