Innlent

Tveir greindust á Vestfjörðum

Sylvía Hall skrifar
Einn þeirra sem reyndist smitaður er með lögheimili á Ísafirði.
Einn þeirra sem reyndist smitaður er með lögheimili á Ísafirði. Vísir/Vilhelm

Tveir einstaklingar hafa greinst með kórónuveirusmit á Vestfjörðum. Annar er erlendur ríkisborgari með lögheimili á Ísafirði en hinn erlendur ferðamaður á húsbíl. Báðir höfðu fengið jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku við komuna til landsins.

Sá sem er með lögheimili á Ísafirði kom til landsins frá Evrópu í fyrradag og hafði bæði fengið einkenni og svar um jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Ferðamaðurinn greindist við landamærin og bíður nú niðurstöðu úr mótefnamælingu í farsóttahúsi.

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, segir smitin undirstrika mikilvægi þess að fólk sýni varkárni, bæði Íslendingar og erlendir ríkisborgarar.

„Líka við hér vestur á fjörðum sem höfum kannski vonað að við gætum sloppið vel þetta skiptið,“ segir Súsanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.