Lífið

Yes Minister-leikarinn Derek Fowlds er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Derek Fowlds sem Bernard Woolley í Yes Minister.
Derek Fowlds sem Bernard Woolley í Yes Minister. Getty

Breski leikarinn Derek Fowlds sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Yes Minister, er látinn, 82 ára að aldri.

Fowlds fór með hlutverk Bernard Woolley, sem stýrði skrifstofu forsætisráðherrans, í þáttunum.

Fowlds gerði sömuleiðis garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem Oscar Blaketon í þáttunum Heartbeat. Þeir þættir voru á sjónvarpsskjám Breta í heil átján ár.

Fowlds lést í á Royal United Hospital í Bath fyrr í dag, en hann hafði nýverið veikst af lungnabólgu.

Hann lætur eftir sig tvo syni, Jamie og Jeremy.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.