Tónlist

Eminem gefur óvænt út plötu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rapparinn Eminem.
Rapparinn Eminem. Vísir/getty

Rapparinn Eminem gaf óvænt út plötuna Music to be Murdered by í gærkvöldi og hafði í raun enginn hugmynd um það að hann væri að vinna að nýrri plötu.

Þetta er 11. plata rapparans en á plötunni má heyra með sem rapparinn gerir með þeim Ed Sheeran, Skylar Grey, Royce Da 5'9", Black Thought, Q-Tip, Denaun, White Gold, Young M.A, KXNG Crooked, Joell Ortiz, Don Toliver, Anderson .Paak og Juice WRLD.

Rapparinn Juice WRLD lést í desember síðastliðinn. Eminem, sem heitir í raun og veru Marshall Mathers, gaf síðast út plötuna Kamikaze árið 2018 og kom sú plata einnig nokkuð óvænt út.

Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni á Spotify.

Myndband við lagið Darkness sem er á plötunni kom út í gærkvöldiAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.