Íslenski boltinn

Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót

Arnar Geir Halldórsson skrifar
KR-ingar fagna marki síðasta sumar.
KR-ingar fagna marki síðasta sumar. vísir/bára

Íþróttahreyfingin á Íslandi er í erfiðri stöðu og fjárhagsleg innkoma sem íþróttafélögin treysta á í gegnum viðburði er hrunin.

Þetta segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í kvöldfréttum RÚV í gær.

Í máli Páls kemur fram að leikmenn KR muni þurfa að taka á sig launaskerðingu um komandi mánaðarmót og að félagið sé þegar búið að leggja grunninn að því.

„Það eru mjög erfið mánaðarmót sem bíða okkar. Við búum við nákvæmlega sama ástand og öll íþróttafélög heimsins, hvort sem er í ensku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni eða hvar sem er. Alls staðar eru leikmenn að taka á sig verulega launaskerðingu; tímabundna eða varanlega,“ segir Páll í viðtali við RÚV.

Hann segir jafnframt að þeir leikmenn sem þegar hafi verið rætt við hafi tekið vel í viðræðurnar og sýnt stöðunni skilning.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.