Lífið

Tíu ára stúlka slær í gegn eftir að hafa skorað á Dave Grohl í trommueinvígi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bushell hefur slegið rækilega í gegn. 
Bushell hefur slegið rækilega í gegn. 

Trommarinn Nandi Buchell hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Buchell er tíu ára stúlka sem er frábær trommari.

Hún skoraði á sjálfan Dave Grohl sem er einn þekktasti trommari heims. Grohl sló fyrst í gegn í rokksveitinni Nirvana og síðar í sveitinni Foo Fighters.

Buchell er nú komin með yfir 160 þúsund fylgjendur á YouTube og má rekja vinsældir hennar til þess að Dave Grohl svaraði áskorun hennar um einvígi.

Þegar að myndbandið fór í loftið á Twitter fékk Grohl mörgn hundruð skilaboð um þessa mögnuðu stúlku og ákvað að svara henni.

Eftir svarið var komið á umferð númer tvö, enda var Nandi Bushell ekki tilbúin að hætta einvíginu strax. 

 Dave Grohl var heldur betur til í það að svara þeirri áskorun. 

 Heldur betur skemmtileg trommuviðureign.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.