Viðskipti innlent

TikTok tekur risa­stökk meðal Ís­lendinga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
14% landsmanna segjast nota TikTok reglulega.
14% landsmanna segjast nota TikTok reglulega. Getty/ SOPA Images

Facebook heldur stöðu sinni sem vinsælasti samfélagsmiðillinn á Íslandi en alls segjast 90% landsmanna nota miðilinn reglulega. Vinsældir TikTok, nýjasta risans á markaðnum, fara ört vaxandi en 14% landsmanna segjast nota miðilinn reglulega. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á vegum MMR um notkun Íslendinga á samfélagsmiðlum.

YouTube er næstvinsælasti samfélagsmiðillinn ef marka má könnunina en 64% landsmanna sögðust nota hann reglulega. Snapchat kom þar á eftir með 62%, Spotify 57% og Instagram 55%. Þá sögðust 3% ekki nota neinn samfélagsmiðil.

Þá var vinsældir TikTok ört vaxandi en 14% allra svarenda kvaðst nota miðilinn reglulega, samanborið við einungis 0,2% í könnun síðasta árs. Nokkra aldursskiptingu var að sjá á notkun TikTok en hún reyndist mest meðal yngstu svarenda, 18-29 ára, eða 42%.

Instagram heldur áfram að sækja á Snapchat, sér í lagi meðal kvenna. Einungis munaði þremur prósentustigum á notkun miðlanna tveggja en 70% þeirra kváðust nota Snapchat reglulega og 67% Instagram.

Könnunin var framkvæmd 4.-8. maí 2020og var heildarfjöldi svarenda 1.023 einstaklingar, 18 ára og eldri.


Tengdar fréttir

Ekkert verður af kaupum Micros­oft á TikTok

Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum.

YouTube keppir við TikTok með forritinu Shorts

Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.