Körfubolti

KR-ingar sækja leik­mann til Litháen | Tvær ungar skrifa undir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kamilé Berenyté og Francisco Garcia, þjálfari KR, við undirskriftina í dag.
Kamilé Berenyté og Francisco Garcia, þjálfari KR, við undirskriftina í dag. Vísir/KR

Lið KR hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Dominos-deild kvenna í körfubolta. 

Þær Kamilé Berenyté, Hera Sigrún Ásbjarnardóttir og Gunnhildur Bára Atladóttir munu leika með liðinu í vetur. Þetta kom fram á vef KR í dag.

Kamilé Berenyté kemur úr efstu deild í Litháen þar sem hún lék með Siauliu Siauliai á síðustu leiktíð. Þá á hún að baki leiki með U18 ára og U20 ára landsliðum Litháens.

„Ég er hæstánægð með að fá þetta tækifæri að ganga til liðs við KR, það eru bjartir tímar framundan,“ sagði Kamilé við undirskriftina.

Gunnhildur hefur leikið með KR allan sinn feril og hóf að spila með meistaraflokki liðsins árið 2013, aðeins 15 ára gömul. Hún hefur undanfarin tvö ár leikið með St. Lawrence-háskólanum í New York í Bandaríkjunum og mun fara út eftir áramót. Hera Sigrún hefur leikið Tindastól í 1. deildinni undanfarin tvö ár.

Hera Sigrún Ásbjarnardóttir, Francisco Garcia og Gunnhildur Bára AtladóttirVísir/KR

KR mætir Keflavík á útivelli í fyrstu umferð Dominos-deildar kvenna þann 23. september næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.