Kynningar

Vídeóviðtöl Alfreðs sniðug lausn í ráðningaferli

Vídeóviðtöl eru vinsæl leið í ráðningaferli fyrirtækja.
Vídeóviðtöl eru vinsæl leið í ráðningaferli fyrirtækja.

Við erum að sjá breytingar í atvinnulífi og starfsumhverfi í ljósi aðstæðna í dag. Auglýsingum hjá Alfreð hefur fækkað síðustu daga ef við horfum á fjölda auglýsinga á þessu ári. Fyrirtæki voru með margar auglýsingum frá áramótum alveg þar til í síðustu viku. En þótt það hafi aðeins hægst á eru fyrirtæki enn að auglýsa eftir starfsfólki, sem dæmi má nefna að mörg fyrirtæki eru að auglýsa eftir sumarstarfsfólki í ýmisleg störf í dag.

Prófaðu Vídeóviðtöl Alfreðs þér að kostnaðarlausu og boðaðu valda umsækjendur í „snertilaust“ viðtal.

Vídeóviðtöl Alfreðs

Alfreð hefur verið með sniðuga lausn sem sparar ómældan tíma í ráðningarferlinu. Vídeóviðtöl njóta sívaxandi vinsælda hjá mannauðsfólki en með þeim geta fyrirtæki boðað valda umsækjendur í „snertilaust“ viðtal þar sem þau senda spurningar á umsækjendur og þeir taka upp svör sín innan þess tímaramma sem fyrirtækið setur þeim. Fyrirtækið getur svo rennt yfir svörin þegar þeim hentar og boðið álitlegustu umsækjendum í starfsviðtal. Við vitum að feriskráin segir ekki alltaf allt og því getur verið gott að nota Vídeóviðtölin til að kynnast fólki örlítið áður en því er boðið í viðtal. Með þessu er einnig hægt að gefa stærri hóp færi á að kynna sig, „hitta“ fleiri umsækjendur og vanda þannig valið fyrir starfsviðtölin.

Vídeóviðtölin eru notuð á ýmsum stigum í ráðningarferlinu en algengast er að þau séu notuð á lokastigum þess, til að ákveða hvaða umsækjendum skuli bjóða í starfsviðtal hjá fyrirtækinu.

Allir sem auglýsa hjá Alfreð hafa val um hvernig þeir taka á móti umsóknum, annað hvort með ráðningarkerfi Alfreðs eða í gegnum tölvupóst eða vefsíðu. Þau fyrirtæki sem nota ráðningarkerfið fá góða yfirsýn yfir umsóknir og geta verið í beinum samskiptum við umsækjendur, boðið þeim í viðtöl og sent þakkarbréf með einum smelli. Þau fyrirtæki sem nota ráðningarkerfið býðst einnig ýmis aukaþjónusta og eru Vídeóviðtöl Alfreðs ein af þeirri aukaþjónustu sem stendur til boða. Vídeóviðtölin voru áður á 11.900 kr en í dag erum við að bjóða fyrirtækjum að prófa þau án kostnaðar.

Hvernig virka Vídeóviðtöl Alfreðs?

Fyrirtæki býr til og sendir spurningar á umsækjendur sem taka upp svör sín. Við hjá Alfreð mælum með að spurningarnar séu á bilinu 4 – 8 en þá er ferlið í kringum 8 – 20 mínútur fyrir umsækjendur. Umsækjendur fá tilkynningu um að þeim hafi verið boðið í Vídeóviðtal og hver skilafresturinn sé. Þeir taka síðan upp viðtalið í ró og næði í öryggi síns heima eða þar sem þeim líður best. Þegar umsækjendur hafa svarað vídeóviðtalinu er það sent til baka og fyrirtækið getur þá skoðað upptökurnar þegar hentar. Það er hægt að horfa eins oft og maður vill, hægt að fara á milli spurninga, hægt að sleppa spurningum, deila upptökum með þeim sem koma að ráðningunni (í ráðningakerfi Alfreðs) og gefa umsækjendum einkunn. Þannig ef fleiri en einn notandi í ráðningarkerfinu gefur umsækjanda einkunn þá reiknast út meðaleinkunn viðtals.

Kostirnir við að nota Vídeóviðtöl Alfreðs eru fjölmargir og hér eru nokkrir:

  • Þú getur stækkað hópinn sem kemur til greina í tiltekið starf og þannig gefið fleiri umsækjendum tækifæri til að spreyta sig
  • Þú færð fljótt góða tilfinningu fyrir umsækjendum
  • Það er hægt að horfa á viðtölin hvar og hvenær sem er
  • Það þarf ekki að eyða miklum tíma í að bóka Vídeóviðtöl eða hafa áhyggjur af því að fólk geti ekki mætt á tilteknum tíma eða mæti ekki yfirhöfuð
  • Góð sía til að ákveða hverjum þú ætlar að bjóða í starfsviðtal
  • Þá er hægt að nota starfsviðtalið til að fara dýpra í ákveðna þætti í stað þess að eyða tímanum í að spyrja grunnspurninga. Vídeóviðtölin geta því gert starfsviðtölin enn betri
  • Vídeóviðtöl geta dregið úr kostnaði með því að fækka starfsviðtölum og gera þér kleift að skoða fleiri umsækjendur. Tíminn sem fer í starfsviðtöl getur nefnilega verið dýr og það er alltaf rangt að ráðan rangan starfskraft.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Alfreð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.