Fótbolti

Adebayor fastur í Benín á leið sinni heim til fjölskyldunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor fagnar marki með Alexandre Song og fleiri liðsfélögum hjá Arsenal.
Emmanuel Adebayor fagnar marki með Alexandre Song og fleiri liðsfélögum hjá Arsenal. Getty/Laurence Griffiths

Emmanuel Adebayor, fyrrum leikmaður Arsenal, Tottenham og Manchester City, hefur ekki gengið vel að komast heim til fjölskyldu sinnar í Tógó.

Hinn 36 ára gamli Emmanuel Adebayor var að spila með Olimpia Asuncion í Paragvæ eftir að hafa samið við félagið í febrúar.

Þegar kórónuveiran stoppaði leik í deildinni í Paragvæ þá ákvað Emmanuel Adebayor að reyna að komast heim til Tógó.

Adebayor var ekki enn búinn að skora fyrir Olimpia Asuncion og félagið segir að það hafi verið ákvörðun leikmannsins að fara heim til Afríku. Það má því búast við því að hann missi samning sinn við félagið.

Emmanuel Adebayor var á leiðinni heim en festist í Benin sem er nágrannaland Tógó í vesturhluta Afríku.

Adebayor byrjaði á því að fljúga frá Suður-Ameríku til Parísar og þaðan flaug hann til Benín.

Þegar hann lenti á Cardinal Bernardin Gantin alþjóðaflugvellinum í höfuðborg Benín þá kom í ljós að hann þyrfti að fara í fimmtán daga sóttkví með öllum honum 84 farþegum flugvélarinnar.

Það er vissulega svekkjandi fyrir hann að vera kominn alla þessa leið en vera síðan fastur í sóttkví 180 kílómetrum frá heimili sínu í Tógó.

Adebayor ætlar samt ekki að láta þetta pirra sig og veit að hann mun komast loksins heim eftir þessar rúmu tvær vikur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.