Handbolti

Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fram varð bikarmeistari í sextánda sinn eftir stórsigur á KA/Þór, 31-18, laugardaginn 7. mars.
Fram varð bikarmeistari í sextánda sinn eftir stórsigur á KA/Þór, 31-18, laugardaginn 7. mars. vísir/daníel

Bikarmeistarar Fram í handbolta kvenna hafa boðist til að rétta ÍR hjálparhönd í að halda úti kvennaliði.

Í síðustu viku bárust fréttir af því ÍR ætli ekki að tefla fram liði í Grill 66 deild kvenna á næsta tímabili. Þá verða U-lið karla og kvenna einnig dregin úr keppni.

Í færslu á Facebook-síðu Fram bjóðast Framkonur að mæta í Breiðholtið næsta haust og mæta ÍR í fjáröflunarleik til að hjálpa félaginu að halda úti kvennaliði.

„Því bjóðumst við til að mæta með bikarmeistaralið FRAM í Breiðholtið og mæta kvennaliði ÍR Handbolti í fjáröflunarleik til að aðstoða við að fjármagna næsta vetur í kvennahandboltanum hjá ÍR. Leikurinn getur farið fram í haust þegar samkomubanni hefur verið aflétt og útséð er með hvernig núverandi deildarkeppni fer fram,“ segir í færslunni.

Þar segir einnig að Fram renni blóðið til skyldunnar að rétta ÍR hjálparhönd þegar kvennahandboltinn verður fyrir áfalli.

Fram varð bikarmeistari fyrr í þessum mánuði og er nánast búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Fram er með fimm stiga forystu á Val þegar sex stig eru í pottinum.

ÍR er í 6. sæti Grill 66 deildarinnar af tólf liðum. ÍR-ingar eru með 21 stig eftir 20 leiki.

Einn af lykilmönnum Fram, landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir, er uppalinn hjá ÍR.


Tengdar fréttir

ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni

Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.