Fótbolti

Kristófer mátti ekki labba á flugvöllinn og rétt svo komst til Íslands

Sindri Sverrisson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson sló á þráðinn til Kristófers Inga Kristinssonar.
Kjartan Atli Kjartansson sló á þráðinn til Kristófers Inga Kristinssonar. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Knattspyrnumaðurinn ungi Kristófer Ingi Kristinsson komst með skrautlegum hætti heim til Íslands frá Frakklandi þar sem hann hefur búið í vetur og spilað með liði Grenoble í næstefstu deild.

Kristófer var kominn til Parísar þar sem hann dvaldi hjá frændsystkinum sínum áður en hann ákvað að halda til Íslands í síðustu viku vegna kórónuveirufaraldursins. Hann lýsti heimferðinni í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport:

„Ég átti flug á miðvikudegi frá París en það var að ég held öllu flugi frá Evrópu aflýst nema frá London og Osló. Síðan átti ég flug á föstudeginum til London og átti þá að gista í London, en það var rosalega mikið vesen að fá taxa og svona svo ég ætlaði að labba á flugvöllinn. En það var búið að loka gönguleiðinni að flugvellinum svo ég komst ekkert þangað. Það vildi enginn leigubíll ná í mig, svo ég var næstum því búinn að missa af fluginu,“ sagði Kristófer, sem slapp með skrekkinn:

„Ég þurfti að hlaupa á einhverja strætóstöð og strætóinn samþykkti að skutla mér. Þegar ég kom að hliðinu stóð á skilti að það væri að loka. Ég þurfti að hlaupa alla leið yfir og rétt náði þessu,“ sagði Kristófer sem er nú kominn heim og er í sóttkví.

Klippa: Sportið í dag - Kristófer um ferðasögu sína heim til Íslands

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.