Fótbolti

Íslendingur kominn í stjórn hjá dönsku stórliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur og félagar í Brøndby fagna marki fyrr á þessari leiktíð en í stjórn félagsins er nú kominn Íslendingur.
Hjörtur og félagar í Brøndby fagna marki fyrr á þessari leiktíð en í stjórn félagsins er nú kominn Íslendingur. vísir/getty

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Hermann Haraldsson er kominn í stjórn hjá danska stórliðinu Brøndby en með liðinu leikur Fylkismaðurinn Hjörtur Hermannsson.

Hermann var framkvæmdarstjóri félagins frá mars 2008 þangað til í júlí ári seinna en þá fékk hann reisupassann. Nú er hann kominn inn í stjórn félagsins segir í tilkynningu frá stjórn félagsins.

Hermann er fyrrum markvörður sem spilaði bæði með KA og í dönsku úrvalsdeildinni með bæði KB, sem síðar varð að FCK, og með Næstved. Hann hefur látið til sín taka í atvinnulífinu í Danmörku að undanförnu.

Í stjórninni eru engir aukvissar. Þar má nefna meðal annars auðkýfinginn Jan Bech Andersen en hann hefur undanfarin ár lagt mikinn pening í danska liðið og það hefur ekki skilað jafn góðum árangri og hann hefur viljað.

„Það eru margir sem þekkja Hermann Haraldsson sem var í félaginu fyrir nokkrum árum síðan. Ég er mjög ánægður að Hermann kemur inn í stjórnina því síðustu ár hefur hann gert frábæra hluti sem framkvæmdarstjóri boozt.com. Kunnátta Hermanns í neytendahegðun og sölu á netinu verður gott að fá inn í stjórnina,“ sagði áðurnefndur Jan Bech.

Hjörtur Hermannsson leikur eins og áður segir með liðinu. Hann hefur verið hjá félaginu frá því árið 2016 en líkur eru á því að hann rói á önnur mið í sumar. Brøndby er í 4. sæti dönsku deildarinnar og eiga einna flestu stuðningsmennina í Danmörku. Þeir eru afar ástríðumiklir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.