Lífið

Jón Oddur og Jón Bjarni, Löggulíf og Dalalíf í bílabíó við Smáralind

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þrjár klassískar í bílábíói um helgina. 
Þrjár klassískar í bílábíói um helgina. 

Smárabíó hefur ákveðið í samvinnu við Smáralind að setja upp bílabíó á plani Smáralindar um helgina. Öll bíóhús landsins eru lokuð í samkomubanni og lítið um afþreyingu yfir höfuð.

„Til að koma til móts við óskir viðskiptavina okkar og halda bíó menningunni á lofti á þessum skrítnu tímum, ákváðum við hjá Smárabíó að bjóða í bílabíó,“ segir í tilkynningu frá Smárabíó.

Alls verða fjórar sýningar um helgina og verður frítt inn á plan. Í bílabíó sitja áhorfendur í eigin bílum en stilla á ákveðna tíðini í útvarpinu til að heyra hljóðið.

Dagskráin er:

Laugardagur:

kl. 16:00 - Jón Oddur og Jón Bjarni

kl. 20:00 - Dalalíf

Sunnudagur:

kl. 16:00 - Jón Oddur og Jón Bjarni

kl. 20:00 - Löggulíf

Tjaldið verður sett upp á efra plani Smáralindar þar sem inngangur Smárabíós er. Þar sem samkomubann er í gildi eru gestir beðnir um að halda sér inni í bílunum á meðan sýningu stendur.

Hér að neðan má sjá brot úr myndunum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.