Lífið

Aðalsteinn og Elísabet eignuðust dreng

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elísabet og Aðalsteinn á árshátíð Advania síðastliðið vor.
Elísabet og Aðalsteinn á árshátíð Advania síðastliðið vor.

Þau Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður á RÚV, og Elísabet Erlendsdóttir, starfsmaður Advania, eignuðust sitt fyrsta barn saman fyrir einni viku.

„2. apríl. Stundum kallaður settur dagur. En þessi draumaprins hefur sennilega erft óþolinmæði móður sinnar því hann er búinn að vera hjá okkur í rúma viku. Rólyndisskap og jafnvægi fær hann frá pabba sínum. Ég ræð varla við tilfinningar mínar og engin orð virðast nógu stór, nógu merkileg...heppin með og þakklát fyrir alla strákana mína,“ skrifar Elísabet á Facebook og birtir fallega mynd af drengnum.

Aðalsteinn hefur vakið mikla athygli fyrir aðkomu hans að fréttaskýringaþættinum Kveik og greindi hann frá Samherjamálinu ásamt Helga Seljan. Aðalsteinn vann einnig að Panama-skjala þættinum fræga á sínum tíma.

Hann á tvö börn úr fyrra sambandi en þetta mun vera fyrsta barn Elísabetar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.