Innlent

Breytt bragð- eða lyktarskyn kallar á sýnatöku

Kjartan Kjartansson skrifar
Skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi á dögunum. Myndin er úr safni.
Skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi á dögunum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Þeir sem hafa orðið fyrir breytingum á bragð- eða lyktarskyni en engin önnur þekkt einkenni COVID-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur eru nú beðnir um að láta taka sýni úr sér. 

Alma Möller, landlæknir, vakti athygli á þessu nýja viðmiði um skimun á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Finni fólk fyrir breyttu bragð- eða lyktarskyni en engum öðrum einkennum ætti að það að fara í sýnatöku.

Tap á bragð- og lyktarskyni hefur í auknum mæli verið talið vísbending um COVID-19-smit erlendis. Í Bretlandi hafa læknar hvatt fólk sem finnur fyrir slíkum einkennum til þess að fara í einangrun í sjö daga, jafnvel þó að það upplifi engin önnur einkenni, að því er sagði í frétt New York Times í síðustu viku.

Þá voru þó takmarkaðar upplýsingar sagðar liggja fyrir um tengsl einkennanna við kórónuveirusmit. Ýmsar reynslusannanir bentu þó til þess að tap á bragð- eða lyktarskyni gæti verið merki um sýkingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.