Íslenska krónan

Íslenska krónan

Allt er viðkemur ríkisgjaldmiðlinum.

Fréttamynd

Raunvextir enn lágir á Íslandi í sögulegu samhengi

Seðlabankastjóri segir raunvexti enn lága á Íslandi í sögulegu samhengi þrátt fyrir vaxtahækkunina í gær en þeir eru núna rúmlega eitt prósent miðað við forsendur sem Seðlabankinn styðst við. Könnun Seðlabankans meðal starfsmanna á fjármálamarkaði leiddi í ljós flestir þeirra bjuggust við vaxtahækkun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn slakar á innflæðishöftum

Seðlabanki Íslands ákvað í dag að slaka á innflæðishöftunum svokölluðu með breytingu á reglum um bindiskyldu vegna innstreymis erlends gjaldeyris. Breytingarnar fela í sér lækkun á bindingarhlutfalli reglnanna úr 40% í 20%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“

Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól

Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan ekki veikari í meira en tvö ár

Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur.

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.