Þróunarsamvinna

Þróunarsamvinna

Heimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Vísir og Heimsljós eru í samstarfi um birtingu frétta um þessi mál.

Fréttamynd

Sálfræðingar frá Rauða krossinum að störfum í Malaví

Sálfræðingarnir, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen, fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu „Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga“. Haldin voru leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi.

Kynningar
Fréttamynd

Tífalda þyrfti framlög til menntunar flóttabarna

Álagið á menntakerfi ríkjanna sem hýsir flóttafólk er gífurlegt en börnum flóttafólks á skólaaldri hefur fjölgað um 26% frá aldamótum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Mennta- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

Kynningar
Fréttamynd

Rauði krossinn í samstarf við Jafnréttisskólann

Fulltrúar Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) og Rauða krossins á Íslandi skrifuðu undir samning um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál og ennfremur að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis.

Kynningar
Fréttamynd

Meginmarkmiðið að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, 2019-2023 á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra sagði að umfjöllun Alþingis um fyrri áætlanir hafi sýnt að það ríki jákvæð samstaða um málaflokkinn og að þingheimur vilji vanda vel til verka þegar kemur að þróunarsamvinnu.

Kynningar
Fréttamynd

Fyrstu Rakarastofuráðstefnurnar haldnar í Afríku

Sendiráð Íslands, UN Women í Malaví og landsnefnd UN Women á Íslandi stóðu að tveimur Rakarastofuráðstefnum, þeim fyrstu í Afríku. Sú fyrri var haldin í Mangochi, samstarfshéraði Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og sú síðari í höfuðborginni, Lilongve.

Kynningar
Fréttamynd

Fækka þarf hungruðum um 185 þúsund á degi hverjum

Fækka þarf hungruðum um 185 þúsund á hverjum degi næstu tólf árin til þess að ná öðru Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) á alþjóðlegri ráðstefnu um matvælaöryggi í heiminum sem haldin er í Bankok á Tælandi.

Kynningar
Fréttamynd

Fátækustu borgarbörnin verr sett en börn í sveitum

Milljónir fátækustu barnanna sem alast upp í borgum eru líklegri til að deyja ung borið saman við börn í dreifbýli. Fátækustu borgarbörnin eru líka verr sett þegar kemur að menntamálum og þau eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita.

Kynningar
Fréttamynd

Ofbeldi gegn konum er heimsfaraldur

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ofbeldi gegn konum sé hindrun í vegi jafnréttis, friðar og þróunar. Ofbeldi gegn konum er "heimsfaraldur” að hans mati.

Kynningar
Fréttamynd

„Skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr“

Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins segir börn í Jemen í stöðugri hættu. Elín var nýlega við störf í Jemen meðal annars í hafnarborginni Hodeida, þar sem átökin og mannfallið hefur verið einna mest.

Kynningar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.